Þegar þú hefur keypt hið fullkomna sjónvarp, viltu mögulega hengja það upp á vegg. Það getur verið erfitt að finna réttu veggfestinguna. Hvaða veggfestingar henta fyrir hvaða sjónvörp? Á sjónvarpið að vera fest við vegg, viltu að það geti hallað og snúist? Við höfum sett saman nokkra punkta varðandi hvað skal hafa í huga þegar kemur að vali á veggfestingum og hvernig festa skal sjónvarpið á vegginn.
4 mikilvæg atriði til að velja réttu festinguna:
- Þyngd sjónvarpsins
- Stærðir á milli festipunkta aftan á sjónvarpinu (VESA mælingar)
- Hversu langar snúrurnar eru
- Hvort þú viljir geta snúið eða hallað sjónvarpinu
Hvað þýðir VESA?
VESA er staðall, sem segir framleiðandanum hvar skrúfugötin aftan á sjónvarpinu ættu að vera staðsett. Alls eru átta mismunandi afbrigði af skrúfubili aftan á sjónvörpum, eða með öðrum orðum, átta mismunandi VESA mælingar. 75×75, 100×100, 100×200, 200×200, 400×200, 400×400, 600×400, 800×400 mm.
Dæmi: Ef götin eru með 600 mm fjarlægð á milli efstu gata og 400 mm frá efsta til neðsta gats, þá er sjónvarpið með VESA 600×400.
Finndu VESA staðalinn á sjónvarpinu þínu
Mældu fjarlægðina á milli skrúfugata eins og sýnt er á myndinni og berðu þetta saman við veggfestingar frá ELKO. Málin á milli skrúfugatanna á sjónvarpinu þurfa ekki að vera nákvæm heldur geta þau til að mynda verið 498×395 mm, þar sem margar veggfestingar frá ELKO eru stillanlegar í allar stærðir. Margar af veggfestingar eru samhæfðar mörgum VESA stærðum.
VESA mælingin er auðveldlega aðgengileg á vefsíðu okkar þegar þú kaupir nýtt sjónvarp hjá okkur!
Þegar þú hefur fundið draumasjónvarpið á elko.is þá getur þú einfaldlega skrollað niður síðuna þar til þú kemur að samantekt sem heitir „eiginleikar“. Þar finnur þú VESA veggfestingarstaðalinn, oft þarf að smella á „sjá meira“ til að sjá allan listann. Með öðrum orðum: VESA staðallinn.
Staðsetning sjónvarpsins
Hugsaðu vel um hvar á vegginn þú vilt staðsetja sjónvarpið. Ef þú ert ekki viss geturðu búið til ferning í sömu stærð og sjónvarpið, til dæmis úr límbandi eða pappa. Sestu í sófann og ímyndaðu þér hvernig hann verður.
Hæð sjónvarpsins er að einhverju leyti smekksatriði en útgangspunkturinn er sá að miðja skjásins sé jafn há og augun. Ef þú þarft að setja sjónvarpið hærra af hagnýtum ástæðum ætti að halla því aðeins niður með hallandi veggfestingu til að hlífa hálsi.
Uppsetning á steyptum vegg
Ef þú ert með steyptan vegg eða álíka, taktu bara út almennilegan höggbor og gerðu göt fyrir innstungurnar. Vertu viss um að nota bora af réttri stærð svo gatið verði ekki of stórt. Ekki hika við að byrja á aðeins minni borvél. Þá verður það auðveldara og nákvæmara. Steyptir pinnar fylgja með í flestum veggfestingum okkar.
Uppsetning á gipsvegg eða panil
Ef þú ert með gipsvegg þarftu að vera sérstaklega varkár. Ekki nota meðfylgjandi tappa þar sem veggfestingarnar geta ekki haldið þyngd sjónvarpsins. Það er æskilegast að kaupa veggfestingu með fjórum festipunktum. Hér fyrir neðan eru þrír valmöguleikar fyrir festingu í gipsvegg eða panil útskýrðir.
Festing á gipsvegg eða panil
Valkostur 1: Finndu út hvar bitarnir í veggnum eru staðsettir. Til eru staðsetningartæki sem hjálpa þér að finna rétta punktinn á milli bitana og veggsins. Æskilegast er að skrúfa festinguna á tvo bita, en til þess þarf mjög breiða festingu. Ef festingin er ekki nógu breið eða staðsetningin ekki ákjósanleg er valkosturinn að nota stækkunarbolta á hlið festingarinnar. Ef þú getur ekki fest það við bitanna skaltu forðast að nota þungt sjónvarp.
Valkostur 2: Notaðu trausta stækkunarbolta og vertu viss um að þeir séu ætlaðir fyrir þykkt veggsins. Þessi lausn er valkostur fyrir smærri og létta skjái. Gerðu próf með því að hlaða á veggfestinguna meiri þyngd en sjónvarpið áður en þú setur það upp. Þetta tryggir ekki að það endist, en er vísbending um hvort það þoli þyngd sjónvarpsins.
Valkostur 3: Festu láréttan planka á bitana tvo í veggnum (það eru venjulega 60 cm á milli bita) og skrúfaðu síðan veggfestinguna upp á plankann með traustum skrúfum. Ef þú málar plankann í sama lit og veggurinn getur útkoman orðið mjög góð! Þessi valkostur er æskilegur í mörgum tilfellum.
Smelltu HÉR til að skoða fjölbreytt úrval veggfestinga á elko.is