
Sous Vide Creme Brulee uppskrift
26.01.2018Creme brulee hefur alltaf verið vinsæll eftirréttur en margir sem hafa ekki lagt í að gera hann heima frá grunni. Það er alger óþarfi að mikla það fyrir sér, þetta er í raun sára einfalt!
Með Sous Vide aðferðinni færðu fullkominn Creme brulee – alltaf!
Hráefni:
- Eggjarauður úr 4 stórum eggjum (80g)
- 300ml rjómi
- 45g sykur
- örlítið salt
- Valkostur: 1 vanillustöng (mæli með!)
Áhöld:
- Sous Vide tæki
- Pottur eða plastbox fyrir vatnsbaðið
- Krukkur með loki (4-6)
- Brennari
Aðferð:

- Stilltu Sous Vide tækið á 80°C (Ef þú ert með Anova getur þú fundið uppskriftina í appinu.
- Blandaðu saman eggjarauðum, sykri, rjóma og salti*. Hrærðu því vel saman og notaðu sigti til að fjarlægja loftbólur. *Ef þú vilt búa til vanillu Creme Brulee getur þú bætt við fræjum úr einni vanillustöng
- Helltu blöndunni í krukkur.
- Settu krukkurnar í vatnsbaðið. Leyfðu þeim að vera í vatnsbaðinu í 1 klst við 80°C.
- Eftir klukkustund fjarlægir þú krukkurnar úr vatnsbaðinu og setur á ís til að kólna í 2 klukkustundir.
- Stráðu sykri yfir og notaður brennara til að brenna sykurinn.