Grillað lambalæri
Fróðleikur

Að grilla lambalæri eða lambahrygg

26.04.2018

Að grilla lambalæri klikkar aldrei Það er sáraeinfalt og alltaf jafn ljúffengt!

Þegar þú ætlar að grilla lambalæri eða lambahrygg á grilli er óbein grillsteiking besta aðferðin. En þú getur lesið allt um beina og óbeina grillsteikingu hér. Í fljótum orðum, þá hitarðu grillið vel en slekkur svo á brennaranum þar sem þú ætlar að hafa kjötið eða, ef þú ert með kolagrill, þá hitar þú kolin og þegar þau eru klár kemur þú kolunum vel fyrir í grillinu en skilur eftir auðan flöt þar sem þú ætlar að setja kjötið á grindina.

Þegar grillið er klárt

Leggðu kjötið þeim megin sem óbeini hitinn er, þ.e. ekki beint yfir kolunum eða brennurunum sem eru í gangi. Lokaðu nú grillinu. Það er gott að hafa álbakka með smá vatni í undir grindinni þar sem kjötið er og þá getur safinn af kjötinu og fitan lekið í bakkann.

Opnaðu grillið sem minnst, aðeins til að snúa lambalærinu eða hryggnum en þú getur þurft að snúa tvisvar eða þrisvar. Stafræni kjöthitamælirinn frá Weber komið sér vel þegar kemur að því að athuga hvort kjötið sé tilbúið, en hann fæst hér á elko.is. Þá er nóg að rétt opna grillið, stinga honum í og sjá hitastigið sem kemur upp. Kipptu svo mælinum aftur úr og lokaðu ef kjötið er ekki tilbúið, þá taparðu ekki eins miklum hita af grillinu.

Tími

Hryggurinn ætti að taka 45 mínútur til klukkutíma á óbeinum hita.

Að grilla lambalæri (ca 2,5kg) í álpappír tekur um 50-60 mínútur. Best er að byrja á mjög háum hita fyrstu mínúturnar en lækka svo og leifa því að liggja á jöfnum miðlungshita næstu 40-50 mínúturnar en þá tekur þú álpappírinn og grillar kjötið á háum, beinum hita síðustu mínúturnar til að fá grillbragðið utan á kjötið.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.