Fréttir

Bleika vikan í ELKO 2023

30.10.2023

Bleik vika í ELKO skilar 1,2 milljónum til krabbameinsfélagsins

ELKO styrkir Krabbameinsfélagið um 1,2 milljónir króna í kjölfar áheita tengdum „bleikri viku“ dagana 16. til 22. október. Mikill vöxtur er í söfnuninni milli ára, eða ríflega tvöföldun, en frá því átakið hófst hjá ELKO árið 2020 hefur söfnun í bleikri viku ríflega þrettánfaldast. Á bleikum dögum renna tíu prósent af söluvirði valdra bleikra vara til Bleiku slaufunnar. Auk þess að styrkja Krabbameinsfélagið með söluátaki á bleikum vörum er ELKO stoltur endursöluaðili bleiku slaufunnar og hefur bleika slaufan að jafnaði selst upp í verslunum síðastliðin ár.


„Í heild gekk vikan mjög vel og afar ánægjulegt að geta lagt þessu góða málefni lið, bæði í formi styrkja og með sölu á slaufunni sjálfri, á sama tíma og við nýtum miðla okkar til þess að vekja enn frekari athygli á herferð Krabbameinsfélagsins,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri ELKO.

Í vikunni voru alls um 230 bleikar vöru í vöruúrvali ELKO, en vinsælasta varan var tvímælalaust unaðsvörudagatalið sem tekið var í sölu þessa viku. „Dagatölin reyndust raunar svo vinsæl að þau seldust upp,“ segir Óttar, en samkvæmt nýrri könnun ELKO kaupa um 40 prósent landsmanna, 18 ára og eldri, dagatöl af einhverjum gerðum í aðdraganda jóla. Af þeim velja um sjö prósent unaðsvörudagatöl fram yfir aðrar gerðir dagatala.


Krabbameinsfélagið stendur fyrir öflugu forvarnar- og fræðslustarfi, þýðingarmiklu framlagi til krabbameinsrannsókna, hagsmunagæslu og endurgjaldslausum stuðningi og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

„Fjárhagslegur stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átak á borð við Bleiku slaufuna er því ómetanlegt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða þess að félagið geti áfram sinnt þessum mikilvægu verkefnum,“

segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.

„Krabbameinsfélagið þakkar ELKO af alhug mikilvægan stuðning við félagið í gegnum árin. Verum bleik – fyrir okkur öll.“

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.