Fróðleikur

Fróðleikur um myndavélar

1.06.2018

Fróðleikur um myndavélar

Vasamyndavél, zoom myndavél, SLR myndavél eða útivistamyndavél? Ætlar þú að taka meira af kyrrmyndum en myndböndum? Hvaða myndavél hentar þér fer eftir notkun og væntingum. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um mun á myndavélum, tækni og helstu eiginleika.

Myndavélar

Vasamyndavélar

Það eru til margar gerðir af vasamyndavélum og eru gæði og eiginleikar mismunandi. Þú getur fengið einfalda myndavél með sjálfvirkum fókus og einnig flóknar myndavélar með góðri linsu og möguleika á handvirkum stillingum.

Vasamyndavélar henta vel í fjölskyldufrí, bakpokaferðir og fjallgöngur ef þú vilt ná að fanga augnablik á fljótlegan máta. Ef þú vilt hafa möguleika á að skipta út linsum og meiri myndgæði mælum við með SLR myndavélum.

SLR vélar

SLR myndavélar eru vélar með útskiptanlegri linsu og er fyrsta val hjá ljósmyndurum og áhuga ljósmyndurum. SLR eru hraðvirkar myndavélar sem skila góðum myndgæðum og hafa einnig möguleika á að taka upp myndbönd. Fjölbreytt úrval af linsum er til fyrir SLR vélar en mismunandi er eftir vélum hvaða linsugerð er notuð, t.d. er Canon með EF-S og EF-M kerfi og Sony með E mount og A mount linsur.

Ókosturinn við SLR vélar er stærðin á þeim og þyngd í samanburði við vasamyndavélar. En kostirnir eru margir, útskiptanleg linsa, góðar myndflögur og góð myndgæði möguleg ef þú lærir að nota vélina rétt við mismunandi aðstæður.

Útivistamyndavélar

Ertu að fara í flúðasiglingu, klettaklifur eða á skíði? Útivistamyndavél í hentar vel í  myndamyndsupptöku þegar þú ert á ferðinni, í íþróttum eða á tónlistarhátíð. Festu litla útivistamyndavél við líkamann og náðu skemmtilegustu augnablikinum í frábærum myndgæðum. Með mismunandi aukahlutum getur þú fest myndavélina við hjálm, á bringuna eða jafnvel á hjólið.

Margar útivistamyndavélar bjóða upp á góða upplausn (allt að 4K) og WiFi tengingu til að auðvelda þér að deila myndefninu.

Nemi (e. Sensor size)

Allar mynavélar hafa nema, sem er stafræn útgáfa af filmu.

Stærð nema er einn af mikilvægustu þáttunum þegar þú velur þér myndavél, stærri nemi, því meira ljós er hægt að fanga sem leiðir af sér nákvæmari og skýrari mynd.

Stærri nemar, eins og t.d. APS-C skila áberandi betri mydngæðum. Lítill nemi skynjar ramman illa og hentar því illa í myndtökur á landslagi og arkitektúr. með stærri nema fangar þú meira ljós og færð myndir með minna suð (e. noise) og betri lýsingu í myrkri.

Almenn reglan er sú að myndavél með útskiptanlegri linsu notar stærri nema, í fullri stærð eins og APS-C, en vasamyndavélar og snjallsímar hafa minni skynjara.

Handvirkar stillingar

Þegar þú færð þér nýja myndavél er gaman að sleppa sjálfvirkum stillingum og taka skarpari myndir með því að stilla ljósop, lokhraða og ISO í handvirkum stillingum.

Lokhraði / Shutterspeed

Lokhraði er sá tími sem myndavélin opnar fyrir ljós inn á myndflöguna. Lokhraði er mældur í hlutum úr sekúndu og  er sýndur sem x/xxx. Til dæmis er lokhraði 1/100 = 1 hundraðshluti úr sekúndu. Hversu mikill lokhraði er nauðsynlegur fyrir þá mynd sem þú ert að taka er mjög misjafn og fer algjörlega eftir aðstæðum og myndefni hverju sinni.

Ef verið er að mynda eitthvað sem er á mikilli hreyfingu, til dæmis fótboltaleik, þá þarf að nota háan lokhraða til þess að myndin verði ekki hreyfð. Hár lokhraði þýðir að myndavélin lýsir myndina á mjög stuttum tíma, en til þess að ná rétt lýstri mynd á háum lokhraða þurfa birtuskilyrði að vera góð. Oft þarf að nota stórt ljósop og hækka ljósnæmi (ISO) til þess að ná réttri lýsingu með háum lokhraða.

Lágur lokhraði er gjarnan notaður ef verið er að mynda eitthvað sem er ekki á hreyfingu, eins og til dæmis landslag. Þá er hægt að nota minna ljósop og lægra ljósnæmi til þess að fá dýpri og skarpari fókus og hreinni mynd.

Ljósop / Aperture

Ljósopið stjórnar því hversu miklu ljósi er hleypt inn á myndflöguna. Stærð ljósopsins er sett fram sem f/x.x. Lágt f-gildi = stórt ljósop. Til dæmis er f/1.8 stærra ljósop en f/4.0, og hleypir því meira ljósi í gegnum linsuna og gerir það að verkum að það þarf styttri lokhraða til að taka myndina. Stórt ljósop skilar sér aftur á móti í grynnri fókus  þannig dýptarskerpan verður minni.

Linsur eru mjög misjafnar þegar kemur að ljósopsstærð og því þarf að hafa í huga hvaða linsa hentar best í þær myndatökur sem farið er út í.

Ljósnæmi / ISO

Hægt er að stilla hversu ljósnæm myndflagan er hverju sinni með því að hækka eða lækka gildið á ISO stillingunni. Hærri tala = meira ljósnæmi. Þegar ljósnæmið er aukið þá eykst suð (noise) í myndinni og því er ákjósanlegt að nota eins lágt ISO gildi og maður kemst upp með. Það er mjög misjafnt hversu vel myndavélar ráða við há ISO gildi, en verð og gæði helst oft í hendur í þessum bransa. Dýrari og fullkomnari myndavélar ráða almennt betur við hærra ISO gildi, og geta skilað góðum myndum á stillingum þar sem einfaldari vélar myndu skila gott sem ónothæfum myndum við sömu skilyrði/stillingar.

Linsur

Stærsti kosturinn við SLR myndavélar er möguleikinn að skipta um linsur. Hvort sem viðfangsefnið er íþróttir, náttúrulífsmyndir, náttúra eða byggingarlist þá ættir þú að finna linsu sem hentar þér.

Mismunandi myndefni kallar á mismunandi linsnur til að ná sem bestum árangri. Í boði eru víðlinsur, aðdráttarlinsur, macro linsur og fastar linsur en margar aðdráttarlinsur eru einnig með macro stillingar.

Aðdráttarlinsur

Aðdráttarlinsur virka eins og sjónauki og getur tekið nærmynd af hlutum og einstaklingum sem er langt í burtu. Þær eru oft notaðar til að taka dýralífsmyndir og myndir af íþróttum.

Víðlinsur

Víðlinsur hentar þar sem sjónarsviðið er breytt. Það er frábært fyrir landslagsmyndatöku og ef þú vilt taka mynd af stórum hóp fólks án þess að þurfa fara lang í burtu frá myndefninu. Það er einnig til víðlinsur sem bjóða upp á extra stórt sjónarsvið, eða allt að 180°,  þær kallast fisheye linsur.

Macro linsur

Macro linsur getur tekið mynd í hlutfallinu 1:1. Þessar linsur gefa þér möguleika að taka nærmynd af litlum hlutum eins og blómum og skordýrum. Brennivídd ákveður hversu langt í burtu macro myndefnið getur verið. Því lengri sem brennivíddin er, því meira möguleika færðu.  Margar aðdráttarlinsur eru með sérstaka macro stillingar, þá er stilling á linsunni sjálfri (normal > macro). Macro linsur á elko.is.

Zoom linsur

Svokallaðar zoom myndavélar koma með áfastri linsu sem eru mun öflugri en á litlum vasamyndavélum. Þessi gerð af myndavél gefur þér mörg brennivídd í sömu linsunni, þannig að þú getur stillt hana svo hún hentar viðfangsefninu. Dæmi um zoom myndavélar eru Powershot SX og G vélar frá Canon og Sony Cybershot HX og RX.

Fastlinsur

Fastarlinsur eru litlar og nettar og hafa yfirleitt hærra birtustig en aðdráttarlinsur og hentar því vel í myndatökur við lakari birtuskilyrði. Fastlinsur gefa ekki möguleika á aðdrætti en þú getur tekið skarpar og falllegar myndir með þessari gerð af linsu.

Þú færð linsur frá Tamron, Canon og Sony í ELKO.

Brennivídd  / Focal length

„Sjónsvið“ linsu er sett fram með millimetratölu og kallast brennivídd (e. Focal length). Hærri tala = meiri aðdráttur. Til að átta sig aðeins á þessu þá er t.d. 40-50mm brennivídd um það bil eins og mannsaugað sér. Standard linsur sem fylgja flestum myndavélum eru 18-55mm, sem gefa því nokkuð vítt sjónarhorn í gleiðustu stillingu, en með möguleika á að draga smávegis að.

Linsur eru til í öllum stærðum, gerðum og getur verðbil verið frá 15-20.000kr og upp í milljónir.

Dýptarskerpa / Depth of field

Þegar talað er um dýptarskerpu (e. Depth of field) þá er verið að vísa í það svæði sem er í fókus á myndinni. Það sem hefur áhrif á dýptarskerpuna er fyrst og fremst ljósopið og brennivídd. Hærri brennivídd og stærra ljósop skilar sér í grunnum fókus = lágri dýptarskerpu og „blurruðum“ bakgrunn.

Góð ráð fyrir mismunandi myndefni.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.