Fréttir Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta ELKO

5.04.2019

ELKO hefur nú stofnað formlegt fyrirtækjasvið sem býður upp á yfirgripsmikið úrval raftækja sem henta jafnt stærri sem smærri fyrirtækjum. Hvort sem um ræðir búnað í nýbyggingar, skrifstofurými, fundarherbergi, kaffistofur, verslanir, veitingastaði eða starfsmannaaðstöðu þá býður ELKO uppá góðar lausnir á frábæru verði.

“Með stærsta raftækjalager norðurlandanna sem bakland getum við boðið uppá gríðarlegt úrval af vörum sem að hafa ekki verið á boðstólnum hjá ELKO áður og eru meira stíluð inn á fyrirtækjanotkun en aðrar vörur. Með stofnun fyrirtækjasviðs viljum við tryggja að fyrirtæki geti fengið persónulega þjónustu, sérsniðin tilboð og aðgang að vöruúrvali sem er sniðið að fyrirtækjum.” segir Stefán Pétur Kristjánsson sem leiðir fyrirtækjasvið ELKO.

Stefán Pétur hefur starfað fyrir ELKO og ELGIGANTEN, systurfélag þess í Danmörku, síðan árið 2006 og hefur á þeim tíma öðlast yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á vöruframboði fyrirtækisins og þeim lausnum sem henta fyrirtækjum.

Nánari upplýsingar veitir:
Stefán Pétur Kristjánsson
Fyrirtækjasvið ELKO
Netfang: stefan@elko.is
Sími: 6978515

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.