Fréttir Gaming

HRingurinn 2019

13.08.2019

ELKO var styrktaraðili HRingsins í ár og var keppt í Counter Strike: Global Offensive, Fortnite, League of Legends, Rocket League og Starcraft II. Möguleiki var að mæta á staðinn og spila án þess að taka þátt í mótinu.

Mótið fór fram í Háskólanum í Reykjavík helgina 9. til 11. ágúst.

Undanúrslitin í Counter Strike voru alveg sérstaklega spennandi, ríkjandi Lenovo-deildar meistarar í CS:GO gerðu jafntefli í þriðja leik gegn Fylki í Best of three (bo3) svo þriðji leikurinn var framlengdur um 6 umferðir og það varð aftur jafntefli og þurfti að framlengja í annað skipti.


Úrslit

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um vinningshafa mótsins.

Counter-Strike: Global Offensive

Sigurvegarar ELKO-mótsins í Counter-Strike: Global Offensive á HRingurinn 2019 eru Dusty, ríkjandi meistarar Lenovo-deildarinnar. Þeir unnu hina efnilegu U19 í úrslitum og taka 200.000 króna verðlaunin heim. Lið KR.esports var í þriðja sæti.

  1. Dusty
  2. U19
  3. KR

League of Legends

League of Legends mótið var ekki síður spennandi og voru það The Bad Habit show sem að fóru með sigur af hólmi gegn DaddyC00L og fengu í sinn hlut 150.000 krónur! Þriðja sætið hrepptu KR.esports.

  1. The Bad Habit Show
  2. DaddyC00L
  3. KR

Fortnite

Sigurvegari Fortnite mótsins er nýjasti leikmaður KR.esports, Dagur Brabin Hrannarsson, og voru í öðru og þriðja sæti Magnús Þór “Evade” Ólafsson og Natan Berg “Yatzy” Arnarsson.

  1. Dagur Brabin Hrannarsson
  2. Magnús Þór „Evade“ Ólafsson
  3. Natan Berg „Yatzy“ Arnarsson

Rocket League

  1. sæti: Deja Vu
  2. sæti: Lightspeed Species
  3. sæti: The Three Rocketeers

Starcraft II

  1. sæti: Sölvi “Cluster” Hjaltason
  2. sæti: Viktor Árni “Kronos” Eiðsson
  3. sæti: Guðmundur Örn “GummiSan” Sigurþórsson

Dusty að taka á móti vinningi fyrir 1.sæti í Counter Strike: Global Offensive. Dagný vörustjóri í ELKO afhendi vinninginn.

Fylgstu með HRingnum á Facebook til að fá áminningu fyrir næsta mót

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.