Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir leikjaspilarann

7.11.2024

Vantar þig jólagjafahugmynd fyrir leikjaspilarann í þínu lífi? Fyrir leikjaspilarann getur rétt mús eða lyklaborð skipt öllu máli fyrir frammistöðuna í leiknum, en með réttum búnaði kemst spilarinn lengra. Við tókum saman nokkrar vel valdar gaming vörur sem gætu hentað í jólapakkann.


Sony inZone H5 leikjaheyrnartól


Sony Inzone H5 þráðlausu leikjaheyrnartólin veita frábær hljómgæði, sérstillt fyrir leikjaspilun. Heyrðu greinilega hvar andstæðingurinn er með 360 Spatial Sound tækni. 40 mm hátalarar með neodymium seglum veita djúpan bassa og nákvæma framleiðslu hljóðs sem er stillanlegt með Inzone PC hugbúnaði. Heyrnartólin eru með allt að 28 klst rafhlöðuendingu. Einnig er til inZone Buds útgáfa, H3 og H9. Skoða á elko.is

PlayStation 5 leikjatölva

Ný kynslóð af leikjatölvum sem færir leikjaupplifun nær raunveruleika en nokkru sinni fyrr.. Sökktu þér í leikjaheiminnn með nýju stigi af raunveruleika þar sem hver ljósgeisli er búinn til og framkallar raunverulega skugga í studdum PS5™ leikjum. HDR tækni tryggir að dekkri hlutar myndarinnar verði enn dekkri og bjartari hlutarnir bjartari. Þú færð því skarpari mynd og fleiri litbrigði. Virkar á studdum PS5™ leikjum í HDR sjónarpi/skjá. Sjá nánar hér.


Sokkar frá Stance

Stance sokkar eru þekktir fyrir einstakt útlit og framúrskarandi gæði. Með fjölbreyttum hönnunum sem innihalda litrík mynstur, skapandi fígúrur og táknmyndir eru þeir fullkomnir fyrir þá sem vilja setja smá karakter í daglegt líf.

Hvort sem þú ert að leita að fallegum litum, fígúrum úr poppmenningu eða einfaldlega einstökum sokkum sem vekja athygli, þá hefur Stance eitthvað við þitt hæfi. Auk þess eru margir sokkapakkar fáanlegir í glæsilegum gjafaöskjum, sem gera þá tilvalda gjöf fyrir hátíðir, afmæli eða sérstök tilefni.

Gefðu einhverjum gleði og stíl með Stance sokkum.

Stance sokkar eru fáanlegir í verslun ELKO í Lindum. Því miður er úrvalið fáanlegt í vefverslun.


Lite Bulb Moments RGB LED hornlampi


Veldu þína lýsingu og búðu til vissa stemmingu með hornlampanaum frá Lite Bulb Moments. Lampinn tengist í gegnum WiFi og hægt er að stjórna honum með snjallforriti.

Þú færð fulla stjórn með Lite snjallforritinu. Þú getur breytt birtustigi, litum, tímastillt eða búið til senur. Skoða nánar á elko.is.

Backbone One stýripinni fyrir farsíma

Breyttu símanum í leikjatölvu. Festu Backbone stýripinnann á símann þinn og spilaðu alla leiki og þjónustur sem styðja stýripinna, þar á meðal Xbox Game Pass Ultimate eða streymdu beint frá Xbox, PlayStation eða PC tölvunni þinni. Upplifðu leiki á nýjan hátt, hvar sem er. Til fyrir bæði Android og Apple síma. Sjá nánar hér.

Nintendo Switch leikjatölva

Nintendo Switch OLED leikjatölvan er fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Notast er við tvo Joy-Con stýripinna við spilun sem festir eru á hliðar skjásins en hafa stýripinnana í höndunum og spila þannig. Sjá nánar hér.


Super Mario og Pokémon bangsar

Vantar þig skemmtilega jólagjöf fyrir einhvern sem elskar Super Mario eða Pokémon? Skoðaðu úrvalið í vefverslun ELKO.

Kíktu á Donkey Kong, Koopa Troopa, Mario, Bowser, Eevee og Charmander. Smelltu hér til að skoða.


Cherry Xtrfy Ngale USB hljóðnemi

Cherry Xtrfy Ngale X USB/XLR hljóðneminn er hannaður fyrir streymara, leikjaáhugamenn og þá sem skapa stafrænt efni. Hann sameinar fagmannlega hljóðupptöku með einföldum tengingarmöguleikum og frábærum eiginleikum. Með hágæða hljóðupptöku, RGB-lýsingu og tveimur mismunandi upptökustillingum uppfyllir hann þarfir notenda hvort sem þeir eru að taka upp tal, spila tölvuleiki eða streyma beint.


Minecraft kæliskápur 6,7L

6,7 lítra Minecraft kæliskápur sem geymir allt að 9 33cl dósir. Framhlið skápsins er upplýst en hægt að slökkva á þeirri lýsingu aftan á skápnum. Skápurinn kælir allt að 20°C undir umhverfishita. Einnig er hægt að taka skápinn með sér í ferðalagið og tengja í 12V tengi í bíl.
Skoða Minecraft vörur á elko.is.


Meta Quest 3S VR gleraugu

Taktu VR upplifunina á nýtt stig með þráðlausu Meta Quest 3S sýndarveruleika- gleraugunum. Meta Quest 3S er með nýja hönnun sem gerir það grennra og mun þægilegra. Quest 3S er með 128 GB og innbyggða hátalara.
Tvær útgáfur í boði, sjá hér.


Cherry Xtrfy M64 þráðlaus leikjamús

Cherry Xtrfy M64 leikjamúsin er fullkomin fyrir þá sem vilja ná sem bestri stjórn og nákvæmni í leikjum. Músin er búin Pixart 3395 laserskynjara sem býður upp á einstaklega nákvæma hreyfingu með DPI sem má stilla frá 400 til 26.000. Með 2.4 GHz þráðlausri tengingu og USB-C tengingu getur þú valið tengimöguleika sem hentar best. Létt hönnun hennar, aðeins 53 grömm, gerir hana ótrúlega handhæga.  Skoða á elko.is.


HyperX Cloud III Wireless

HyperX Cloud III þráðlausu leikjaheyrnartólin opna nýjan heim hljómgæða sem andstæðingar þínir dreymir um. Þau eru hönnuð fyrir hágæða frammistöðu með þægilegum eyrnapúðum, DTS Headphone:X hringóma hljóm og áreiðanlegum 10 mm hljóðnema. Cloud II eru samhæf PC, PS4 og PS5. Skoða öll HyperX heyrnartól á elko.is. með því að smella hér.


Fjölnotaflöskur

Fyrir leikjaspilara er mikilvægt að stuðla að heilbrigðri nálgun og því gott að hvetja til vatnsdrykkju á meðan spilun á sér stað. Einnig er hægt að fá fjölnotakaffimál. –

Skoðaðu allt úrvalið af Chilly´s hér.


Osprey Duffel 45L ferðataska

Leikjaspilarar ferðast, hvort sem það er með eða án leikjatölvu sem farangur.

Daylite Duffel 45L frá Osprey er einstaklega fjölhæf og vönduð taska sem hentar í mörgum aðstæðum. Með rúmtak upp á 45 lítra býður hún upp á nægilegt geymslupláss fyrir bæði daglega notkun og styttri ferðalög. Aðalhólfið er rúmgott, með rennilás sem auðveldar aðgang að farangri. Auk þess er taskan með ytri vasa sem hentar vel fyrir smáhluti sem þarf að hafa fljótt við höndina.

Taskan er gerð úr léttu en endingargóðu efni sem tryggir þægindi í burði, hvort sem þú notar hana sem axlartösku eða bakpoka. Stílhrein hönnun hennar gerir hana að frábæru vali bæði fyrir hversdagsnotkun og ferðalög.

Smelltu hér til að skoða úrvalið af Osprey töskum á elko.is.


Xbox Series S leikjatölva

Með Xbox Series S leikjatölvunni er hægt að spila alla nýjustu leikina í minnstu Xbox tölvu sem gerð hefur verið, en hún er stílhrein og minni en hefðbundnar leikjatölvur. Xbox Series S spilar bæði nýjustu leikina en einnig leiki frá síðustu fjórum kynslóðum Xbox tölvna.

Xbox Velocity arkítektúr spilar leiki í 1440p upplausn við allt að 120 FPS. Spilaðu nýjustu leikina eins og þeir eiga að vera spilaðir.

512 GB SSD sér um að ræsa forrit og leiki á svipstundu og geymir marga leiki í einu svo óþarfi sé að eyða út leikjum til að koma öðrum fyrir. Stýripinni fylgir.

Smelltu hér til að skoða tölvuna á elko.is


HyperX Alloy Origins RGBleikjalyklaborð

Leikjalyklaborð frá HyperX með hljóðlátum rofum í tökkum, RGB lýsingu og Game Mode stillingu. yklaborðið er gert úr léttu en sterkbyggðu áli og því mjög endingargott. Lyklaborðið er með HyperX rauðum rofum sem eru tilvaldir fyrir þá sem vilja nota lyklaborðið eingöngu til þess að spila tölvuleiki eins og atvinnu rafíþróttafólk. Takkarnir hafa enga fjöðrun og þarf því litla snertingu til þess að þeir virkjast.
Skoða öll lyklaborð á elko.is.


DualSense þráðlaus stýripinni

Sökktu þér dýpra í leikinn með DualSense stýripinnanum sem vekur leikinn til lífs i höndum þínum. Stýripinninn er með nýja aðlögunartækni, haptísk viðbrögð, hreyfiskynjara og fleira.

DualSense er hannaður fyrir PlayStation 5 en hægt er að tengja hann við Apple TV til að nota með Apple Arcade leikjum. Sjá nánar um það hér.

Smelltu hér til að skoða DualSense á elko.is en þeir fást í nokkrum litum.


Super Mario ljós

Skapaðu til þitt eigið borð með Super Mario Build a Level lampanum. Raðaðu 16 kubbunum á alls kyns möguleika ofan á grunninum. USB snúra fylgir.

Smelltu hér til að skoða vöru.


PlayStation Portal

PlayStation Portal leyfir þér að spila PlayStation leikina þína í gegnum WiFi. Njóttu ekta leikjaupplifunar hvar sem er, með DualSense stýripinna og 8″ skjá með 1080p upplausn og 60 Hz endurnýjunartíðni.

Skoða nánar á elko.is.

Venom hleðslustöð fyrir DualSense fjarstýringu

Venom hleðslustöðin er hönnuð í stíl við PS5 og DualSense fjarstýringarnar. Leggðu fjarstýringuna einfaldlega á og hún byrjar að hlaðast. LED ljósið er rautt á meðan fjarstýring er í hleðslu og verður blátt þegar hún er fullhlaðin. Sjá á elko.is


Leikjaskjár AOC 27“

AOC 27G4XE 27″ leikjaskjárinn hjálpar þér að ná yfirhöndinni í samkeppnisleikjum. Með endurnýjunartíðni upp á 180 Hz og AMD FreeSync tryggir skjárinn alltaf mjúka og hikstalausa mynd. Full HD IPS skjárinn gefur þér skarpa og líflega mynd. Skoða á elko.is.


Stýripinnastandur fyrir leikjafjarstýringar

Flottur standur sem hentar fyrir stýripinna, snjallsíma og fjarstýringar Skoðaðu úrvalið á elko.is


Músamottur

Það getur verið erfitt að velja réttu tölvumúsina fyrir leikjaspilarann en músamotta gæti verið léttara val. Bara spurning hvaða litur og stærð hentar. Þú getur séð mynd hér fyrir neðan sem sýnir mun á músarmottum eftir stærð, en það eru til músarmottur í stærð 25×21 cm upp í 160×80 cm mottur sem þekja allt skrifborðið.

Þú finnur músarmottur frá Razer, Logitech G, Cooler Master, Varmilo, NOS og fleiri framleiðendum á elko.is. Smelltu hér til að skoða músarmottur í vefverslun ELKO. Verð frá 795 kr.


ELKO gaf út fræðslubækling sem unninn var í samstarfi við Rísí og Samfés um rafíþróttir og heilbrigða nálgun sem er ætlaður sem fróðleikur fyrir bæði foreldra og tölvuleikjaspilara.
< Finna má bæklinginn hér >

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.