Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir leikjaspilarann

3.11.2023

Vantar þig jólagjafahugmynd fyrir leikjaspilarann í þínu lífi? Fyrir leikjaspilarann getur rétt mús eða lyklaborð skipt öllu máli fyrir frammistöðuna í leiknum, en með réttum búnaði kemst spilarinn lengra. Við tókum saman nokkrar vel valdar gaming vörur sem gætu hentað í jólapakkann.


PlayStation 5 leikjatölva

Ný kynslóð af leikjatölvum sem færir leikjaupplifun nær raunveruleika en nokkru sinni fyrr.. Sökktu þér í leikjaheiminnn með nýju stigi af raunveruleika þar sem hver ljósgeisli er búinn til og framkallar raunverulega skugga í studdum PS5™ leikjum. HDR tækni tryggir að dekkri hlutar myndarinnar verði enn dekkri og bjartari hlutarnir bjartari. Þú færð því skarpari mynd og fleiri litbrigði. Virkar á studdum PS5™ leikjum í HDR sjónarpi/skjá. Sjá nánar hér.


Nintendo Switch leikjatölva

Nintendo Switch OLED leikjatölvan er fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Notast er við tvo Joy-Con stýripinna við spilun sem festir eru á hliðar skjásins en hafa stýripinnana í höndunum og spila þannig. Sjá nánar hér.


Backbone One stýripinni fyrir farsíma

Breyttu símanum í leikjatölvu. Festu Backbone stýripinnann á símann þinn og spilaðu alla leiki og þjónustur sem styðja stýripinna, þar á meðal Xbox Game Pass Ultimate eða streymdu beint frá Xbox, PlayStation eða PC tölvunni þinni. Upplifðu leiki á nýjan hátt, hvar sem er. Til fyrir bæði Android og Apple síma. Sjá nánar hér.


Logitech Pro þráðlaust leikjalyklaborð

leikjalyklaborðið er með handhæga þráðlausa hönnun sem er tilvalið fyrir leikjamótið. Lyklaborðið er með GX Brown tactile rofa sem eru tilvaldir fyrir FPS og keppnisleiki. Sjá nánar hér.


Arozzi Vernazza Supersoft leikjastóll

Leikjastóll frá Arozzi með hönnun sem er vinnuholl, mjúkum setum, 4 flokks gaspumpur, sterkbyggðri grind, 2 stuðningspúðum, stillanlegum 4D örmum og allt sem þú átt skilið í langri leikjaspilun. Mjúk vinnuholl hönnun. Þessi stóll er þakinn mjúku efni sem andar og heldur réttu hitastigi, jafnvel í mest spennadi augnablikum leiksins. Efnið er það slitsterkt og endingargott að þú þarft ekki að hafa áhyggjur að það muni rifna. Sjá nánar hér.


Meta Quest 2 VR gleraugu

Taktu VR upplifunina á nýtt stig með þráðlausu Meta Quest 2 sýndarveruleikagleraugunum. Quest 2 eru með öflugan Qualcomm Snapdragon XR2 örgjörva og 256 GB minn. Gleraugun eru með innbyggðum hátalara með þrívíddar staðbundnu hljóði sem gerir þér kleift að heyra hljóð úr öllum áttum. Quest 2 eru með 1832 x 1920 upplausn á hvert auga, sem tryggir raunverulegri VR upplifun. Fjarstýringarnar bjóða upp á þægilega stjórnun en ef þú vilt aukið frelsi getur Quest 2 fylgst með handarhreyfingum án fjarstýringa. Notaðu Meta snjallforritið til að finna nýja VR leiki, forrit og meira þegar þú ert ekki í sýndarveruleikanum eða tengdu Quest 2 gleraugun við tölvu með USB-C og spilaðu enn fleiri VR leiki. Skoða Oculus Quest á elko.is.


Xtrfy M4 þráðlaus leikjamús

Xtrfy M4 þráðlausa RGB leikjamúsin er með léttri hönnun, hágæða Pixart 3370 nema og 1 ms viðbragðstíma. Xtrfy M4 er stýrt af ARM 32-bit microcontroller sem tryggir að músin vinni hratt og skilvirkt. Að neðan er Pixart 3370 neminn sem les hreyfingar nákvæmt frá 400 til 19.000 CPI svo hvert skot hitti í mark. Sjá leikjamúsina hér.


HyperX Cloud II Wireless

HyperX Cloud II þráðlausu leikjaheyrnartólin láta þig vita þegar andstæðingurinn er að laumast upp að þér. Heyrnartólin eru með 53 mm hátölurum, 7.1 Virtual Surround Sound og 30 klukkustunda rafhlöðuendingu. Með 3,5 mm tengimöguleikanum geturðu tengt heyrnartólin við fjölda tækja og röddin heyrist hátt og skýrt í gegnum fjarlæganlega hljóðnemann. Sjá heyrnartólin nánar hér.


Fjölnotaflöskur

Fyrir leikjaspilara er mikilvægt að stuðla að heilbrigðri nálgun og því gott að hvetja til vatnsdrykkju á meðan spilun á sér stað. Einnig er hægt að fá fjölnotakaffimál. –

Skoðaðu allt úrvalið af Chilly´s hér.


Twinkly Flex RGB LED borði

Twinkly Flex er 2 metra langur LED borði sem lýsir upp herbergið í hvaða lit sem er. Auðvelt er að móta borðann eins og þú vilt. Hægt er að tengja marga Twinkly Flex saman til að fá lengri borða. Einnig er hægt að stjórna ljósamunstrinu í gegnum WiFi eða Bluetooth.

Twinkly X Razer

Samstilltu ljósaseríuna við Razer RGB búnaðinn þinn og búðu til réttu stemminguna.

Smelltu hér til að skoða Twinkly Flex á elko.is.


EPOS H6 Pro leikjaheyrnartól

Ef þú vilt lifa af á vígvellinum þarftu að heyra hvert einasta smáatriði. EPOS H6 Pro leikjaheyrnartólin tryggja að ekkert fari framhjá þér. Heyrnartólin veita þér heilstæðan hljóm með þrumandi bassa, nákvæmum miðtónum og fínpússuðum hátónum. Liðsfélagarnir munu heyra hátt og skýrt í þér með hljóðeinangrandi hljóðnema sem útilokar umhverfishljóð.

H6 Pro eru fáanleg í tveimur útgáfum; Opin og Lokuð.

EPOS H6 Pro opin heyrnartól

Heyrnartólin eru opin með breitt hljóðsvið og náttúrulegum hljóm. Eyrnapúðarnir eru þaktir þægilegu efni sem minnir á leður. Stillanlega höfuðbandið er með tveggja ása málmlöm sem aðlagar sig að öllum höfðum.

EPOS H6 Pro lokuð heyrnartól

Heyrnartólin eru lokuð með hljóðeinangrandi hönnun svo þú getur einbeitt þér að leiknum. Eyrnapúðarnir eru þaktir þægilegu efni sem minnir á leður. Stillanlega höfuðbandið er með tveggja ása málmlöm sem aðlagar sig að öllum höfðum.

Skoða öll EPOS heyrnartól á elko.is


Xbox Series S leikjatölva

Með Xbox Series S leikjatölvunni er hægt að spila alla nýjustu leikina í minnstu Xbox tölvu sem gerð hefur verið, en hún er stílhrein og minni en hefðbundnar leikjatölvur. Xbox Series S spilar bæði nýjustu leikina en einnig leiki frá síðustu fjórum kynslóðum Xbox tölvna.

Xbox Velocity arkítektúr spilar leiki í 1440p upplausn við allt að 120 FPS. Spilaðu nýjustu leikina eins og þeir eiga að vera spilaðir.

512 GB SSD sér um að ræsa forrit og leiki á svipstundu og geymir marga leiki í einu svo óþarfi sé að eyða út leikjum til að koma öðrum fyrir. Stýripinni fylgir.

Smelltu hér til að skoða tölvuna á elko.is


HyperX Alloy Origins Core leikjalyklaborð

Leikjalyklaborð frá HyperX með hljóðlátum rofum í tökkum, RGB lýsingu og Game Mode stillingu. Lyklaborðið er gert úr léttu en sterkbyggðu áli og því mjög endingargott. Þar sem lyklaborðið er án talnaborðs er meira pláss fyrir þig til að færa músina og gerir þér auðveldara fyrir að taka lyklaborðið þér til að spila annarsstaðar en heima. Lyklaborðið er með HyperX rauðum rofum sem eru tilvaldir fyrir þá sem vilja nota lyklaborðið eingöngu til þess að spila tölvuleiki eins og atvinnurafíþróttafólk. Takkarnir hafa enga fjöðrun og þarf því litla snertingu til þess að þeir virkjast. Sjá HyperX Alloy Origins Core leikjalyklaborð á elko.is


DualSense þráðlaus stýripinni

Sökktu þér dýpra í leikinn með DualSense stýripinnanum sem vekur leikinn til lífs i höndum þínum. Stýripinninn er með nýja aðlögunartækni, haptísk viðbrögð, hreyfiskynjara og fleira.

DualSense er hannaður fyrir PlayStation 5 en hægt er að tengja hann við Apple TV til að nota með Apple Arcade leikjum. Sjá nánar um það hér.

Smelltu hér til að skoða DualSense á elko.is en þeir fást í nokkrum litum.


Venom hleðslustöð fyrir DualSense fjarstýringu

Venom hleðslustöðin er hönnuð í stíl við PS5 og DualSense fjarstýringarnar. Leggðu fjarstýringuna einfaldlega á og hún byrjar að hlaðast. LED ljósið er rautt á meðan fjarstýring er í hleðslu og verður blátt þegar hún er fullhlaðin. Sjá á elko.is


Samsung 24″ Odyssey leikjaskjár

Samsung Odyssey G3 24″ leikjaskjárinn hleypir þér í heim leikjanna með mjúkum fallegum hreyfingum. 144 Hz endurnýjunartíðnin og 1 ms viðbragðstíminn veitir þér forskot á andstæðinginn og halda skörpum myndgæðum í hröðum hreyfingum. Skjárinn er með 24″ VA skjá sem birtir há birtuskil í skarpri Full HD 1080p upplausn. Sjá nánari upplýsingar um skjáinn hér.


Stýripinnastandur fyrir leikjafjarstýringar

Flottur standur sem hentar fyrir stýripinna, snjallsíma og fjarstýringar Skoðaðu úrvalið á elko.is


Músamottur

Það getur verið erfitt að velja réttu tölvumúsina fyrir leikjaspilarann en músamotta gæti verið léttara val. Bara spurning hvaða litur og stærð hentar. Þú getur séð mynd hér fyrir neðan sem sýnir mun á músarmottum eftir stærð, en það eru til músarmottur í stærð 25×21 cm upp í 160×80 cm mottur sem þekja allt skrifborðið.

Þú finnur músarmottur frá Razer, Logitech G, Cooler Master, Varmilo, NOS og fleiri framleiðendum á elko.is. Smelltu hér til að skoða músarmottur í vefverslun ELKO. Verð frá 795 kr.


ELKO gaf út fræðslubækling árið 2021 sem unninn var í samstarfi við Rísí og Samfés um rafíþróttir og heilbrigða nálgun sem er ætlaður sem fróðleikur fyrir bæði foreldra og tölvuleikjaspilara.
< Finna má bæklinginn hér >

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.