Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir leikjaspilarann

7.12.2020

Vantar þig gjafahugmynd fyrir þau sem lifa í öðrum heimi? Sumir lifa í heimi þar sem rétta músin og lyklaborðið skiptir öllu máli og hér fyrir neðan eru vel valdar Gaming vörur sem gætu hentar í jólapakkann.

Logitech G502 Hero leikjamús

Leikjamús frá Logitech með stillanlega upplausn í allt að 16.000 DPI, 400 IPS hraða, 11 forritanlega takka, stílhreina hönnun og RGB lýsingu. Mekanískir aðaltakkar álagsprófaðir til að þola allt að 50 milljón smelli. Sjá Logitech G502 Hero leikjamús á elko.is


Sennheiser GSP370 þráðlaus leikjaheyrnartól

Frábær leikjaheyrnartól frá Sennheiser með allt að 100 klst rafhlöðuendingu. Hljómgæðin eru sérstaklega góð með tærum hljóm og djúpum bassa. Hægt er að tengja þau með USB snúru til að hlaða og nota samtímis. Hljóðneminn er nákvæmur með góðri hljóðeinangrun sem síar burt utanaðkomandi hljóð. Sjá Sennheiser GSP370 þráðlaus leikjaheyrnartól á elko.is.


Thronmax MDrill Zero Plus hljóðnemi

Thronmax MDrill Zero veitir þér upptökugæði hljóðvers heima. Með 24-bita / 96 kHz hljóðupptöku, tveimur mismunandi upptökusniðum og USB-C tengigetu. Skoða allan streymibúnað á elko.is.


Razer DeathAdder Essential

DeathAdder Essential leikjamús frá Razer með nákvæmum 6400 DPI skynjara. Sérstaklega sterkbyggð til að þola allt að 10 milljón smelli. Músin er þægileg í hendi fyrir langvarandi tölvuleikjaspilun og hægt er að sérstilla allt að 5 takka á músinni með Razer Synapse 3 forritinu. Sjá DeathAdder Essential músina á elko.is


Skemmtilegri borðbúnaður

Þú finnur Superman eggjabikar, Star Wars bolla og Marvel diskamottur í ELKO. Skemmtilega öðruvísi gjafir.

Skoðaðu úrvalið á elko.is.


Nintendo Switch Lite

Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, fáanleg í gulum og gráum lit. Nintendo Switch Lite er minni og léttari útfærsla á vinsælu Nintendo Switch tölvunni. Spilaðu alla frábæru leikina sem Switch hefur upp á að bjóða hvar sem er, hvenær sem er með Nintendo Switch Lite þar sem hún er meðfærilegri en klassíska tölvan. Sjá Nintendo Switch leikjatölvur á elko.is.


HyperX Alloy Origins Core leikjalyklaborð

Lyklaborðið er gert úr léttu en sterkbyggðu áli og því mjög endingargott. Þar sem lyklaborðið er án talnaborðs er meira pláss fyrir þig til að færa músina, og gerir þér auðveldara fyrir að taka lyklaborðið þér til að spila annars staðar en heima. Lyklaborðið er með HyperX rauðum rofum sem eru tilvaldir fyrir þá sem vilja nota lyklaborðið eingöngu til þess að spila tölvuleiki eins og atvinnu rafíþróttafólk. Takkarnir hafa enga fjöðrun og þarf því litla snertingu til þess að þeir virkjast. Sjá HyperX Alloy Origins Core leikjalyklaborð á elko.is.


PS4 VR Mega Pack 2+5 leikir

Byrjaðu ævintýrið með PlayStation VR Mega Pack 2. Pakkinn inniheldur VR sýndarveruleika gleraugu, PlayStation myndavél og 5 frábæra leiki. Með Playstation VR spilar þú leiki á algjörlega nýjan máta. Sjá PS4 VR Mega Pack + 5 leikir á elko.is.


Venom hleðslustöð fyrir DualSense fjarstýringu

Venom hleðslustöðin er hönnuð í stíl við PS5 og DualSense fjarstýringarnar. Leggðu fjarstýringuna einfaldlega á og hún byrjar að hlaðast. LED ljósið er rautt á meðan fjarstýring er í hleðslu og verður blátt þegar hún er fullhlaðin. Sjá á elko.is.


AOC G2U 24″ leikjaskjár

Leikjaskjár frá AOC sem gefur þér yfirhöndina í öllum leikjum. Skjárinn er með 1ms svartíma og 144Hz tíðni. Fyrir fínu hreyfingarnar og snögg viðbrögð þarf hraðskreiðan skjá og þessi skjár hentar þeim aðstæðum, hann er í raun sniðinn að hraðri leikjaspilun. Einnig til í 27“ stærð. Sjá AOC G2U 24″ leikjaskjár á elko.is.

Razer Tarok Pro leikjastóll

Razer Tarok Pro leikjastóllinn er með þrjár mismunandi stillingar fyrir armhvílurnar sem eru einnig fóðraðar með mjúkum svamp auk 60 mm PU-húðuð hjól. Leikjastóll styður við þig þannig þú getir einbeitt þér að leiknum og sigrað. Sjá Razer Tarok Pro á elko.is.


PlayStation málm lyklakippa

Lyklakippa með PlayStation fjarstýringu úr málmi.

Sjá á elko.is.


AtGames Legends Ultimate Home Arcade spilakassi

AtGames Legends Ultimate Home Arcade tekur retro leikjaspilun á næsta stig. Spilakassinn er með 300 leikjum, þar á meðal Lion King, Star Wars, Tetris, TRON og fleira. Hann er með HD skjá og stereó hátalara og mun skemmta þér og vinum í langan tíma. Skoða vöru á elko.is.

Þú getur skoðað allar Gaming vörur á elko.is með því að smella hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.