Fréttir

Jólagjöf ársins

15.11.2022

Air Fryer loftsteikingarpottur er jólagjöf ársins samkvæmt könnun sem ELKO gerði nú í aðdraganda undirbúnings jóla. Í öðru sæti er snjallsími og PS5 leikjatölvan í því þriðja. Þá sýnir það sig að upp til hópa gefur fólk margar gjafir þar sem tæpur helmingur segist gefa fleiri en 10 jólagjafir og tæpur þriðjungur gefur sjö til tíu gjafir.

Mikil og góð viðbrögð við jólakönnun ELKO gleðja okkur aldeilis og segja kunnugir okkur að það sé mjög gott að fá svör frá átta þúsund manns í svona könnun, líkt og við fengum. Við sendum könnunina á póstlista ELKO, deildum á samfélagsmiðlum og buðum svo líka gestum á vef ELKO að taka þátt.


Hver er jólagjöfin í ár?

Tvær spurningar voru fyrir jólagjöf ársins, þar sem ein var algjörlega opin spurning og hin bað svarendur að nefna jólagjöf í flokki raftækja.

Topp 10 jólagjafir ársins samkvæmt jólakönnun ELKO

  1. Gjafabréf
  2. Air Fryer loftsteikingarpottur
  3. Sími
  4. Upplifun
  5. Bók
  6. PlayStation 5
  7. Ryksuguvélmenni
  8. Spil
  9. Fatnaður
  10. Samvera

Dæmi um önnur svör: Ást og umhyggja, nuddtæki, afþreying, utanlandsferð, plötuspilari, náttföt, pizzaofn, skartgripir, heyrnartól, friður á jörð, sokkar, peningar, gufusléttir, blandari, Airpods, Sonos, Garmin úr, Samsung Flip, iPad, fartölva, sjónvarp, eitthvað kósý.

Topp 20 jólagjafir ársins í flokki raftækja samkvæmt jólakönnun ELKO

  1. Air Fryer loftsteikingarpottur
  2. Sími
  3. PlayStation 5
  4. Snjallúr
  5. Heyrnartól
  6. Sjónvarp
  7. Ryksugu (Ryksuguvélmenni var þá oftast nefnt)
  8. Kaffivél
  9. Eldhústæki (önnur en Air Fryer og kaffivélar)
  10. Tölva (PC, Nintendo, Xbox)
  11. Hátalari
  12. Spjaldtölva
  13. Nuddtæki
  14. Hárvörur og rakvélar
  15. Stór heimilistæki
  16. Hlaupahjól
  17. Pizzaofn
  18. VR gleraugu
  19. Plötuspilari
  20. Gufusléttari

Hvað gefur þú margar jólagjafir?

Tæplega helmingur kaupir fleiri en 10 gjafir þessi jól og aðeins 2% gefa 1-2 jólagjafir.


Er Air Fryer loftsteikingarpottur til á þínu heimili?

Loftsteikingarpottar er víða til samkvæmt könnuninni, eða á 41 prósent heimila, og um leið greinilegt að hann er á óskalista á mörgum heimilum fyrir þessi jólin.

Á eftir þremur efstu flokkunum koma svo heyrnartól, snjallúr, sjónvörp, ryksuguvélmenni og kaffivélar. Þannig virðist mega gefa ryksugu í jólagjöf, en einnig hafa margir gefið heimilinu gjöf sem einfaldar og bætir lífið. Þá eru stærri heimilistæki á borð við uppþvottavélar, ryksugur og sjónvörp oft ofarlega á lista.


Gott að hafa góðan skilarétt

ELKO spurði um ýmislegt sem viðkemur jólagjöfum, svo sem hvort fólk hafi lent í því að fá tvær eins jólagjafir sömu jólin. Í ljós kom að meira en helmingur þátttakenda hefur lent í því, eða 52%. Þegar slíkt kemur upp skiptir skilarétturinn máli, en hann mjög rúmur hjá ELKO. Jólagjöfum má skila allt til 31. janúar 2023, líka þó þær hafi verið teknar úr pakkningum og prófaðar. Það má því segja að öflugur skilaréttur tryggi að allar jólagjafir hitti í mark.


Á voffi eða kisi skilið jólagjöf?

Þá var fólk spurt að því hvort það gæfi gæludýrum sínum jólagjöf og rúm 37 prósent svöruðu játandi. Ef bara er horft til svara þeirra sem eiga gæludýr kemur í ljós að um 70 prósent gæludýraeigenda gleðja dýrin sín með gjöf um jólin.


Snjallari jól

Það kann að vera vísbending um að landsmenn eigi enn eitthvað inni í snjallvæðingu heimila sinna að 52 prósent aðspurðra svara því til að á heimilinu séu engar snjallperur að finna. Tæpur helmingur nota hins vegar slíkar perur, en um fimmtán prósent eru með þrjár til fimm, tíu prósent með fleiri en tíu og níu prósent með sex til tíu slíkar perur. Um 25,8 prósent sem svara segjast fá í skóinn á aðfangadag og má velta fyrir sér hvort Kertasníkir telji snjallperur hentugar til slíkra gjafa.


Netverslun að taka stóra sneið af jólaverslun landsmanna

Hversu ólíklegt eða líklegt er að þú klárir kaupin á netinu fyrir þessi jól?

Er líklegt að þú kaupir jólagjafir á netinu?


Færð þú í skóinn á aðfangadagsmorgun?

Athugið að hér er verið að spyrja aðila á póstlista og samfélagsmiðlum en ekki börn.


ELKO vill þakka fyrir frábæra þátttöku í jólakönnun 2022 og við hlökkum til að gera fleiri kannanir og leyfa viðskiptavinum okkar að taka þátt í að deila skoðunum sínum og svörum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.