Fréttir

Jólagjöf ársins 2023

13.11.2023

Jólagjöf ársins er snjallsími samkvæmt árlegri könnun ELKO.

Snjallsími er jólagjöf ársins í ár að því er fram kemur í árlegri jólakönnun ELKO. Snjallsíminn hefur toppsætið af loftsteikingarpottinum (e. airfryer) sem tvímælalaust var jólagjöf ársins árið 2022, en fellur nú niður í níunda sæti á listanum yfir jólagjafir ársins.  


Á eftir snjallsíma koma leikjatölvur í öðru sæti listans. Í þeim flokki ber einna hæst PlayStation 5 leikjatölvan sem hefur farið sigurför um heiminn síðan hún kom út árið 2020. Í ár má fyrst gera ráð fyrir að hægt verði að anna eftirspurn eftir þessarri vinsælu leikjatölvu, þremur árum eftir að hún kom fyrst á markað. Í þriðja sæti eru heyrnartól, en í þeim flokki voru Airpods oftast nefnd eða í 25% tilfella. Í fjórða sætinu eru svo snjallúr og þar á eftir góð bók, afþreying og upplifun, og svo gjafabréf.  

Við sendum jólakönnun ELKO á póstlistann okkar um miðjan október og fengum rúmlega 6.000 svör við könnuninni í ár. segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. Hann segir margt forvitnilegt koma fram í könnuninni, svo sem að 4,5% svarenda verði ekki heima um jólin, 47,6% kaupi tíu eða fleiri jólagjafir, 23,6% 18 ára og eldri fái í skóinn á aðfangadag og að rúmlega helmingur haldi í hefðir og gæði sér á möndlugraut um jólin. og þegar svo margir svara þá teljum við óhætt að yfirfæra þessi hlutföll á landsmenn alla. 

Er möndlugrautur og möndlugjöf hefð á þínu heimili? Hvaða gjöf er þá algengust sem möndlugjöf? Eitthvað sem öll fjölskyldan fær að njóta? Þú færð spil og púsluspil í ELKO sem eru tilvalin möndlugjöf. Spil eins og tímalína, Bezzerwizzer, Partners, Disney Dixit og Wasgij púsluspilin eru tilvalin.


Jólagjafahandbók ELKO

Arinbjörn segir að einnig hafi verið skemmtilegt að sjá að 98% ætli að fletta jólagjafahandbók ELKO sem kemur út í lok nóvember og 65% ætli að fletta rafrænu eintaki af blaðinu.

„Okkur finnst ánægjulegt að sjá lesturinn færast yfir í stafrænt form
en stefnum þó á að reyna að koma jólagjafahandbókinni inn á sem
flest heimili um næstu mánaðarmót og vonum auðvitað að hún fái
að lifa á heimilum landsins fram til jóla.“  


Eldhústæki hafa alltaf verið vinsæl jólagjöf og að væri flokkurinn tekinn saman þá myndi hann verma þriðja sætið á listanum yfir jólagjöf ársins 2023.

Úr þeim flokki eru það einna helst loftsteikingarpottar, kaffivélar, hrærivélar og pizzaofnar sem gera má ráð fyrir að rati undir jólatré landsmanna í ár ásamt því að loftsteikingapottar halda áfram að vera vinsælir en þar má gera ráð fyrir að notendur vilji hugsanlega stækka við sig og fara í stærri, eða jafnvel tvöfalda loftsteikingarpotta.  


Unaðsvörur í jólapökkum hjá einhverjum landsmanna

ELKO spurði viðskiptavini líka hvort þeir hefðu fengið unaðsvöru í jólagjöf og svöruðu 9,6% spurningunni játandi. 14,2% sögðust ekki hafa verið svo heppin en væru til í það. ELKO hóf sölu á fáguðu úrvali af unaðsvörum fyrir um ári síðan.

Þessi viðbót í vöruúrvalið hefur hlotið góðar viðtökurnar og ef marka má niðurstöður jólakönnunarinnar er líklegt að unaðsvörur rati í einhverja jólapakka. 


Arinbjörn segir að þó svo jólasalan hafi að einhverju marki færst yfir á afsláttardaga í nóvember megi gera ráð fyrir að tæplega 20% landsmanna eigi líklega eftir að kaupa einhverjar jólagjafir á Þorláksmessu.

Í ár er Þorláksmessa á laugardegi og því verður væntanlega
nóg að gera í verslunum að venju eða alveg þar til við lokum
klukkan eitt á aðfangadag,


Ætlar þú að vera á Íslandi um jólin?

Við spurðum í jólakönnun ELKO hvort að viðkomandi ætlaði að vera á Íslandi um jólin og niðurstöðurnar eru að 90,7% ætla að vera á Íslandi, 4,5% hafa plön að vera annarsstaðar og 4,8% hafa ekki ákveðið sig.

Hvernig ryksuga er á þínu heimili?

Það kom á óvart að það er engin ryksuga á 1,3% heimili landsmanna en 35% leikmanna hafa ryksuguvélmenni en algengt er að það er einnig hefðbundin ryksuga á heimilinu, hvort sem hún fær að vera flestar stundir inn í skáp eða notuð reglulega.


Jóladagatal


Skilaréttur með jólaskilamiða til 31. janúar 2024

Þá kemur fram í könnuninni að um 52% hafi lent í því að fá tvær eins jólagjafir og því mikilvægt að huga að skilarétti á jólagjöfum. Arinbjörn segir að starfsfólk ELKO muni leggja sitt af mörkum  við að aðstoða viðskiptavini við að finna réttu jólagjafirnar. „Og til að tryggja að allar gjafir hitti í mark bjóðum við skilarétt á jólagjöfum fram til 31. janúar.

Viðskiptavinir fá alltaf fullt verð vörunnar við skil eða skipti. Eins getur fólk prófað vörurnar áður en þeim er skilað og gilda þá almennir skilaskilmálar ELKO. Við fáum yfirleitt fyrirspurnir um miðjan október um hvenær við byrjum að bjóða jólaskilamiða á vörur úr ELKO. Í ár virkjuðum við skilamiðana 16. október og er þá um að ræða yfir 100 daga skilarétt fyrir þá sem byrjuðu að versla jólagjafirnar snemma í ár,“ segir Arinbjörn.  


Um ELKO

ELKO, sem er stærsta raftækjaverslun Íslands, opnaði 28. febrúar 1998. Markmið ELKO er að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði. Hjá ELKO starfa um 240 manns, en verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Akureyri, Keflavíkurflugvelli og vefverslun elko.is. ELKO er með viðskiptasamning við Elkjöp, stærstu raftækjakeðju Norðurlandanna sem stuðlar að lágu vöruverði í verslunum ELKO.

Elkjöp er stærsta raftækjakeðja Norðurlandanna með um 10.500 starfsmenn og í eigu breska raftækjarisans Currys, einnar öflugustu raftækjakeðju Evrópu sem rekur um 1.300 verslanir á Bretlandi og Írlandi og 300 verslanir í Norður-Evrópu. ELKO ehf. er í 100% eigu Festi hf. sjá: www.elko.is 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.