Haustið og veturinn á Íslandi eru jafnan frekar blautir eftir rigningu og snjó eða slabb og getur það verið erfitt að halda forstofunni hreinni eða útifötum og skóm þurrum.
Fyrir heimili sem vilja tryggja þægindi á köldum og blautum mánuðum getur það að fjárfesta í skóþurrkara eða þurrskáp heima verið frábær lausn til að bregðast við þessu vandamáli. Skóþurrkari tryggir að skór, hanskar og húfur verði fljótt þurrt eftir rigninguna eða snjóinn, á meðan þurrskápur býður upp á pláss til að þurrka stærri hluti eins og snjógalla, regnföt og aðrar yfirhafnir. Með þessum tækjum verður daglegur undirbúningur fyrir daginn mun auðveldari og fatnaðurinn endist lengur.
Þurrskápur er munaðarvara fyrir íslensk heimili, sérstaklega yfir rigningartímann og á veturna. Hann er hannaður til að þurrka fatnað, skó og annan útivistarfatnað sem verður fyrir bleytu. Með notkun þurrskáps er hægt að tryggja að blaut föt og skór séu þurr og tilbúin til notkunar næsta dag,
Helstu kostir þurrskápa eru þeir eru hannaðir til að vera fljótir að þurrka en skápurinn notar mildan hita og viftur til þess að þurrka fatnað og skó án þess að skemma hann og hægt er að setja vettlinga, húfur, útiföt og skó á festingar eða snaga sem tryggir að það sé hægt að þurrka mikið magn í einu. Skápurinn er fullkominn fyrir heimili sem stunda mikla útivist eða hreyfingu yfir vetrar- og rigningarmánuði hvort sem það er vegna vinnu, skóla eða áhugamála. Sjá nánar hér.
Skóþurrkarar geta verið ómissandi til að halda skóm og útifatnaði þurrum og nothæfum og flýtir verulega fyrir ferlinu að þurrka allt sem blautt er eftir útiveruna. Ómissandi fyrir íslenskt veðurfar og barnafjölskyldur. Hægt er að velja um nokkrar týpur í úrvali – Sjá nánar hér.
Adax skóþurrkari 300W með fjórum bökum – Þessi þurrkari getur þurrkað tvö skópör í einu eða skó og hanska Hann hefur 3 aflstillingar og er frábær valkostur í forstofuna eða þvottahúsið. Sjá nánar hér.
Hedgehog Wall Ionic I3 skóþurrkari – Sterkur og skilvirkur skóþurrkari með 5 hraðastillingum og er einnig með jóníska tækni sem dregur úr lykt. Hentar vel fyrir skó og hanska, og er hægt að festa á vegg, sem sparar pláss. Sjá nánar hér. Sjá nánar hér.