Hugmyndir

Hvað er gott að eiga fyrir fyrstu ár barnsins?

19.09.2022

Þegar það kemur ungabarn á heimilið er gott að eiga góð tæki sem hjálpa til við að huga að heilsu þess, matargjöfum og auðvelda mögulega lífið á einhvern hátt á heimilinu. Við tókum saman nokkrar vörur sem gera einmitt það og gott betur. Við hjálpum þér að finna réttu græjurnar til að létta þér lífið.

Neonate N65 barnapíutækið er einfalt eftirlitstæki sem hefur allt að 800 metra drægni, tvístefnu hljóm, stóran LCD skjá, en skjáinn er hægt að skipta í þrjá hluta eftir þörfum. Auðvelt er að tengja allt að þrjú barnatæki við eitt foreldratæki sem býður upp á að athuga hitastig og rafhlöður á stórum skjá og er með allt að 200 klst. rafhlöðuendingu. Sjá nánar hér.


Sleepytroll barnaruggari er snjalltæki sem ruggar barnavagni sjálfkrafa. Þegar kveikt er á Sleepwatch stillingunni fylgist tækið með hreyfingu og hljóði frá barninu og byrjar að rugga í 3 mínútur og bíður þangað til að hann nemur aftur hreyfingu eða hljóð. Hægt er að nota Sleepytroll án skynjarana, en þá ruggar hann í 40 mínútur áður en hann slekkur á sér. Sleepytroll er IPX2 vatnsvarinn sem þýðir að tækið þolir létta rigningu í nokkrar mínútur. Sjá nánar hér.

Beurer stafræn hitamælirinn er nákvæmur í mælingu og hreinlegur í notkun en honum fylgja 10 útskiptanlegar hettur til að setja fremst á mælinn. Hann er afar handhægur og mælir hitastig á einungis nokkrum sekúndum. Hitamælirinn gefur frá sér hljóð ef hitastig fer upp fyrir 37,5C°- 38°C en hann lætur einnig vita þegar hann hefur lokið mælingu. Á skjánum birtist ýmist broskarl eða leiður karl, eftir því hvernig mælingin kom út. Hann slekkur svo sjálfkrafa á sér þegar hann er ekki í notkun. Mælinn er einnig hægt að nota til að mæla hitastig á yfirborði hluta s.s pela. Auk þess sýnir hann hitastig innandyra. Hægt er að geyma allt að 10 hitastig í minni. Sjá nánar hér.

Neonate barnapían gerir þér kleift að bæði sjá og heyra í barninu þínu. Drægni er allt að 800m hvort sem þú ert innan eða utandyra. Hægt er að skipta milli low-noise/battery, LCD on/off og Video eftir því hvort þú viljir spara rafmagn, bara heyra í barninu eða sjá og heyra í barninu. Kröftug endurhlaðanleg Lithium-rafhlaða sem endist allt að 25klst í standby mode. 800 metra drægni.

Angelcare Baby Movement Monitor barnapían frá Angelcare sendir viðvaranir ef hún skynjar enga hreyfingu eftir 20 sekúndur. Með SensAsure plötu sem skynjar hreyfingar og LED hitamæli. Einnig er hægt að tala við barnið í gegnum barnapíuna. Með 250 metra hámarksdrægni og 12 klst rafhlöðuendingu. Sjá nánar hér.

Beurer barnavogin er með stórum LCD skjá og innbyggðu málbandi. Málbandið er 150 cm langt og vogin tekur að hámarki 20 kg þyngd. Vogin er einnig með Bluetooth tengigetu og hægt er að nýta sér snjallforrit frá Beurer til að fylgjast með þyngd. Vogin auðveldar því að fylgjast með hvað barnið hefur drukkið eða skilað. Sjá nánar hér.

Neno Bella þráðlaus brjóstapumpa. Handhægt brjóstapumpa með 6 hraðastillingum og 9 kraftstillingum. Allt að 2 klst rafhlöðuending. Brjóstadælan er einföld í notkun, lítil og handhæg. Auðvelt er að nota hana hvar sem er og er hönnuð fyrir allar stærðir brjósta. Neno Bella er einföld í notkun og með henni fylgir 150 ml peli svo þú getur strax byrjað að nota hana. Sjá nánar hér.

Neno Duo tvöföld brjóstapumpa er  með 5 hraðastillingar og 9 kraftstillingar og man seinustu stillingar. Dælan er tvöföld og er því hægt að nýta hana á eitt eða bæði brjóstin í einu. Brjóstaskjöldurinn er gerður úr Japönsku sílíkoni sem ertir ekki húð og örvar mjólkurflæði. Enginn hluti dælunnar inniheldur BPA plast, og er því örugg í notkun. Sjá nánar hér.

Fleiri brjóstapumpur má skoða hér.


Eldhústæki sem geta auðveldað lífið eða létt undir eru til dæmis eldhúsgræjur frá Baby Brezza.

Baby Brezza Formula Pro Advanced pelavélin er einföld og fljótleg leið til að blanda pela. Ekkert að mæla, ekkert að hræra og ekkert vesen. Hægt er að stilla magn á milli 60 ml og 300 ml við stofuhita, líkamshita eða heitara. Vélin virkar með nánast öllum tegundum mjólkurdufta og pela. Vatnstankurinn heldur allt að 1,5 lítrum af vatni, auðvelt er að fylla á tankinn og hann má þvo í uppþvottavél. Dufttankurinn er loftþéttur og geymir duft fyrir allt að 4,7 lítra af barnamjólk. Sjá nánar hér.

Baby Brezza Deluxe barnamauksvélin gufusýður og blandar barnamat á innan við 10 mínútum. Hún er gerð án BPA efna og auðveld í þrifum þar sem skálina og hnífa má þvo í uppþvottavél. Einnig er hægt að nota matvinnsluvélina fyrir venjulegan mat. Til dæmis geturðu soðið pasta, grænmeti, egg, súpur eða sósur. Sjá nánar hér.

Baby Brezza Safe and Smart pelahitari hitar brjóstamjólk eða formúlur á tvo mismunandi vegu. Auðvelt er að stjórna tækinu í gegnum síma eða á innbyggðum skjánum. Passar fyrir flest allar gerðir af pelum. Notar vatnsbað sem hitar eða afþíðir pelann á öruggan máta og viðheldur næringarefnum. Hægt er að sækja frítt Baby Brezza snjallforrit til að stjórna pelahitaranum og fá tilkynningar í símann þegar vélin er búin að hita pelann. Sjá nánar hér.

Baby Brezza Instant Warmer vatnshitarinn gerir þér auðvelt að fá heitt vatn til að græja pela. Hann er með þrjár hitastillingar líkamshiti, aðeins heitara en líkamshiti og stofuhiti. Pelahitarinn er einfaldur í notkun. Virkar með flest öllum gerðum af pelum. Ekkert BPA plast. Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.