Fróðleikur

Nokkur atriði til að hafa í huga við kaup á nýrri þvottavél

19.04.2022

Ertu að leitast eftir nýrri þvottavél? Hvernig finnur þú týpuna sem hentar þér best? Þvottavélin er notuð nánast daglega og skipar mikilvægan sess í þinni daglegri rútínu. Að kaupa þvottavél er fjárfesting og það er mikilvægt að þvottavélin mæti þínum þörfum. Hér fyrir neðan má finna nokkur atriði til að hafa í huga þegar þú velur nýja þvottavél.

Í hvaða herbergi á þvottavélin að vera í?

Á stærri heimilum er oft sér þvottaherbergi og á minni heimilum má finna þvottavélina inni á baði eða jafnvel inni í eldhúsinnréttingu. Þá þarf að huga að atriðum líkt og útliti ef þær eru til sýnis alla daga eða hvort þær passi inn í innréttinguna. Það er einnig hægt að finna sambyggð þvottatæki ef það er lítið pláss á heimilinu. Hafa skal í huga að þvottavélar eru þyngri en þurrkarar og eru þeir því oftast settir ofan á ef tækjunum er staflað.  Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakan stöflunarrekka ef óskað er eftir því að setja aðra vél ofan á. Hafa ber í huga að báðar vélarnar þurfa að vera í sömu stærð ef þær eiga staflast ofan á hvor aðra.

Hversu mikið þarf að þvo?

Þegar valið er ný þvottavél þá þarf að hafa í huga hversu margir einstaklingar búa á heimilinu og hversu oft þú þarf að þvo þvott yfir vikuna. Ef það er sett of mikið í tromluna þá slítur þú henni fyrr og líftími hennar styttist. Það er því sniðugt að velja réttu vélina frá byrjun. Það er hægt að gera ráð fyrir að hver einstaklingur fari með ca. 1 kg af þvotti á dag. Barnafjölskyldur eru þó að fara með fleiri kg á einstakling á sólahring og því gott að velja þvottavél með kg fjölda þvottagetu í hámarki. Sjá einnig: það sem þarf að hafa í huga þegar maður þvær þvott

Veldu á milli mismunandi eiginleika:

Þvottavél með gufukerfi

Þvottavélar með gufukerfi búa yfir mörgum kostum. Með því að notast við gufukerfið opnar það trefjarnar í fötunum og fjarlægir lykt, krumpur, frjókorn og ryk út flíkunum á skilvirkari hátt en með hefðbundnu þvottakerfi. Þvottavélar með gufukerfinu eru því mjög hentugar fyrir fólk með frjókornaofnæmi. Með því að notast við gufukerfið í stað þess að strauja fötin endast fötin líka lengur þar sem gufan er mild. Gufukerfið er fullkomið fyrir skyrtur og blússur. Sjá nánar þvottavélar með gufukerfi hér.

Þvottavélar með sjálfvirkum skammtara

Með sjálfvirkum skammtara reiknar þvottavélin út nákvæmt magn þvottaefnis og magns í hverjum þvotti. Þú fyllir vélina af stórum hylkjum sem þarf sjaldan að skipta um og vélin skammtar síðan þvottaefninu eftir því hversu óhreinn þvotturinn er og hversu mikinn þvott þú þværð hverju skipti. Sjá nánar þvottavélar með sjálfvirkum skammtara hér og hér.

Þvottavél með WiFi

Ef þú ert með þvottavél með WiFi tengingu er auðvelt að stýra henni í gegnum símann með snjallforriti – sama hvar þú ert. Sjá nánar hér.

Sambyggð þvottavél og þurrkari

Með því að að kaupa tvö tæki í einu sparast pláss og tími við að taka úr og setja í vélarnar. Sjá nánar sambyggð tæki hér.

Topphlaðnar þvottavélar

Ef þú ert með takmarkað pláss fyrir þvottatækið þá gætu topphlaðnar þvottavélar verið málið fyrir þig þar sem þær eru grennri en þessar venjulegu, eða 40 cm á breidd í staðinn fyrir 60 cm. Sjá nánar topphlaðnar þvottavélar hér.

Umgengni og viðhald

Hafa ber í huga að allar þvottavélar þurfa reglulega að vera hreinsaðar. Heitt og rakamikið umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill í þvottinn. Hægt er að hreinsa tromluna á einfaldan hátt með því að stilla á 85-90°C kerfi með tómri vél og örlitlu þvottaefni. Hér má finna leiðbeiningar fyrir uppsetningu og viðhaldi.

Í eftirfarandi bloggum má einnig finna ráð um umgengi þvottavéla:


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.