Fróðleikur

Íþróttaljósmyndun

25.05.2018

Íþróttaljósmyndun

Leyndarmálið í góðri íþróttaljósmyndun er tækni, viðbragðstími, réttur búnaður og þekking á íþróttinni sem þú ert að taka mynd af. Góð aðdráttarlinsa, þrífótur og minniskort er góð byrjun.

Rétti búnaðurinn fyrir íþróttaljósmyndun

Myndavélin

Ef þú ert að taka mynd af íþrótt sem fer fram á leifturhraða skiptir sköpun að hafa hraðvirka og vandaða myndavél við höndina. Aðrir góðir eiginleikar til að leita eftir er gott grip og skrifhraði á minniskorti. Ef þú ert sjálf/ur íþróttaiðkandi og vilt taka myndbönd eru útivistamyndavélar eitthvað sem gæti hentað þér.

Linsan

Lykilinn af íþróttaljósmyndun er að ná réttu augnablikinu á réttum stað. Það sem þú þarft er aðdráttarlinsa og stórt ljósop fyrir léleg birtuskilyrði.  (Lægra f/- gildi þýðir stærra ljósop)

Þrífótur

Þegar myndavélin hreyfist getur það eyðilagt myndina, þetta á sérstaklega við þegar þú ert að nota stóra aðdráttarlinsu. Þess vegna er mælt með þrífótum við myndatöku.

Góð ráð fyrir byrjendur

Stórt ljósop

Þú getur í flestum tilvikum notað sjálfvirka stillingu (e. Auto mode), en það er mælt með að nota aperture stilingu þegar þú vilt nýta birtuna úti. Myndavélin mun gefa meiri birtu og möguleika að fókusa á viðfangsefnið með flottri dýpt.

Fókusinn handstilltur

Þó að sjálfvirkar stillingar á myndavélum eru alltaf betri og betri þá er gott að geta stillt fókusinn handvirkt, sérstaklega ef viðfangsefnið er á hreyfingu.

Minniskortið

Taktu með þér auka minniskort. Það er aldrei að vita nema þú þarft á því að halda. JPEG myndir taka minna pláss en RAW myndir.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.