Fróðleikur

Landslagsmyndataka

25.05.2018

Landslagsmyndataka

Landslagsmyndir er hægt að taka allstaðar, bæði út í náttúrunni og í borgum. Falleg fjöll, frábær byggingalist og skólendi flokkast allt undir landslag. Með réttu linsuna getur þú gert myndirnar af listaverkum með því að stilla þær rétt miðað við aðstæður hverju sinni. Hér fyrir neðan er nokkur góð ráð sem hjálpar þér að finna réttu myndavélina og aukahluti sem hentar.

Það sem þú þarft

Linsan

Linsan sem hentar fyrir landslagsmyndatöku er víðlinsa (e. Wide-angle) sem fangar birtuna og litina. Þú getur einnig notað venjulega linsu eða aðdráttarlinsu til að taka mynd með nýju sjónarhorni eða prófa panoramic myndatöku.

Þrífótur

Þrífótur er nauðsynlegur fyrir skarpa mynd. Þó að myndavélin þín er með góðan hraða ljósopsloka (e. Shutter speed) þá skiptir sköpun að vera með stöðuga myndavél með hjálp þrífóts til að koma í veg fyrir titring og truflanir.

Góð ráð fyrir byrjendur

Staðsetning

Finndu fullkominn stað. Landslagsmyndataka snýst um staðsetningu. Farðu á ótroðnar slóðir og finndu útsýni sem gefur þér innblástur í fallega myndatöku.

Sjónarhornið

Veldu réttu linsuna og stilltu hana rétt. Hentugasta linsan fyrir landslagsmyndatöku er víðlinsa en þú getur einnig notað venjulega linsu og aðdráttarlinsu ef þú stillir hana rétt. Æfingin skapar meistarann!

Tímasetning og veður

Skipulag skiptir öllu máli. Þú ættir að elta ljósið til að fá gott birtuskilyrði fyrir myndatöku á landslagi og byggingum, og bestu lýsinguna er að finna við sólarupprás og sólsetur. Passaðu svo að veðrið sé í lagi, sérstaklega hér heima á Íslandi.

Luca Micheli - Vesturhorn

Vesturhorn á Íslandi. Ljósmyndari
Luca Micheli á Unsplash.

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.